Fulham tók á móti West Ham United í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á Craven Cottage, heimavelli Fulham og leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Undir lok leiks, fékk Tomas Soucek, leikmaður West Ham að líta rauða spjaldið.
Jafnteflið gerir lítið fyrir bæði lið sem eru að berjast á sitthvorum enda deildarinnar.
West Ham er eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 39 stig. Fulham situr í 18.sæti með 15 stig, átta stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Fulham 0 – 0 West Ham United
Rautt spjald: Tomas Soucek, West Ham United (’90+7)