Juventus tók á móti Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Juventus en leikið var á Allianz Stadium, heimavelli liðsins.
Cristiano Ronaldo varð 36 ára í gær og hann skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Alvaro Morata.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 69. mínútu þegar Ibanez, leikmaður Roma, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 2-0 sigri Juventus, liðið situr í 3. sæti deildarinnar með 42 stig, fimm stigum á eftir Inter Milan sem er í toppsætinu.
Roma situr í 4. sæti deildarinnar með 40 stig.
Juventus 2 – 0 Roma
1-0 Cristiano Ronaldo (’13)
2-0 Ibanez (’69, sjálfsmark)