Manchester United tekur á móti Everton í áhugaverðum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið verður á Old Trafford og hefst leikurinn klukkan 20:00.
Manchester United er fyrir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 44 stig eftir 22 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City.
Leikmenn Manchester United koma inn í leikinn gegn Everton fullir sjálfstrausts eftir 9-0 sigur gegn Southampton í síðustu umferð.
Byrjunarlið Manchester United:
De Gea, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw, McTominay, Pogba, Greenwood, Fernandes, Rashford, Cavani
Everton er í 7. sæti með 36 stig eftir 20 leiki. Liðið vann 2-1 útisigur á Leeds United í síðustu umferð þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka liðsins.
Gylfi Þór er á meðal varamanna Everton í leiknum.
Byrjunarlið Everton:
Olsen, Holgate, Godfrey, Keane, Digne, Doucoure, Gomes, Davies, Richarlison, James, Calvert-Lewin