Fylkir og Valur mættust í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla árið 2021 í dag. Leikið var á Wurth vellinum, heimavelli Fylkis og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara mótsins.
Valur komst yfir í leiknum með marki frá Patrick Pedersen á 46. mínútu. Það tók Fylki hins vegar bara tvær mínútur að jafna leikinn því að á 48. mínútu skoraði Orri Sveinn Stefánsson fyrir Fylki.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni samkvæmt reglum Reykjavíkurmótsins. Þar reyndust Valsarar sterkari aðilinn.
Vítaspyrnukeppnin fór í bráðabana þar sem Kristófér Jónsson, leikmaður Vals skoraði úr síðustu spyrnunni og tryggði liðinu sigur í Reykjavíkurmótinu.
Fylkir 1 – 1 Valur ( 5-6 eftir vítapyrnukeppni)
0-1 Patrick Pedersen (’46)
1-1 Orri Sveinn Stefánsson (’48)
Vítaspyrnukeppnin:
Fylkir – Valur
2-1 Daði Ólafsson (Fylkir)
2-2 Patrick Pedersen (Valur)
3-2 Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir
3-3 Sigurður Egill Lárusson (Valur)
3-3 Misnotað víti – Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
3-4 Birkir Heimisson (Valur)
4-4 Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir)
4-4 Misnotað víti – Kaj Leó í Bartalstovu (Valur)
5-4 Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
5-5 Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
5-5 Misnotað víti – Óskar Borgþórsson (Fylkir)
5-6 Kristófer Jónsson (Valur)