fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Vill heiðra minningu fórnarlamba flugslysins í Munchen með sigri í kvöld – 63 ár liðin frá slysinu

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 15:20

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vill fá góða frammistöðu og sigur frá leikmönnum sínum í leik liðsins gegn Everton í kvöld til að heiðra minningu fórnarlamba flugslysins í Munchen árið 1958.

Sextíu og þrjú ár eru í dag liðin frá þessu hörmulega slysi sem tók líf 23 einstaklinga, þar á meðal átta leikmanna Manchester United.

„Þetta er stór dagur fyrir alla stuðningsmenn Manchester United og hann er alltaf tilfinningaþrunginn. Þetta er aðeins í fjórða skipti sem þessi dagur ber upp á leikdegi og því er það mikilvægt að við sýnum góða frammistöðu og vonandi getum við heiðrað minningu þeirra sem létust, með sigri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United.

Slysið átti sér stað eftir millilendingu vélarinnar í Munchen á leið sinni frá Belgrad, þar sem Manchester United lék Evrópuleik, til Manchesterborgar.

Mínútuþögn verður fyrir leik kvöldsins og leikmenn bera sorgarbönd til minningar um þá sem létust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar