Aston Villa tók á móti Arsenal í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Aston Villa en leikið var á heimavelli liðsins, Villa Park.
Matthew Ryan, stóð í marki Arsenal í fjarveru Bernd Leno og var Rúnar Alex Rúnarsson því á meðal varamanna Arsenal í leiknum.
Leikurinn byrjaði með hvelli því fyrsta og eina mark leiksins kom strax á 2. mínútu. Það skoraði framherji Aston Villa, Ollie Watkins eftir stoðsendingu frá Bertrand Traoré.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum þrátt fyrir ágætis færi á báða bóga. Sigur Aston Villa þýðir það að liðið lyftir sér upp í 8. sæti deildarinnar með 35 stig. Arsenal er hins vegar í 10. sæti deildarinnar með 31 stig og hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.
Aston Villa 1 – 0 Arsenal
1-0 Ollie Watkins (‘2)