Luis Suarez leikmaður Atlético Madrid segist hafa verið vanvirtur af sínum fyrri vinnuveitendum hjá Barcelona.
Suarez sem er næst markahæsti leikmaður í sögu Barcelona en hann gerði 198 mörk á 6 árum í Katalóníu en hann yfirgaf liðið í september í fyrra.
Suarez greinir frá því að Ronald Koeman þjálfari Barcelona hafi ekki haft sig í áætlunum sínum og hafi Suarez haft lítinn áhuga á að sitja á bekknum og fór því til höfuðborgarinnar fyrir 5.5 milljónir punda en leikmaðurinn er markahæsti leikmaður deildarinnar og er Atlético Madrid með 10 stiga forskot á toppnum.
„Þetta var erfitt sérstaklega hvernig Barcelona vanvirti mig, en ég vildi að börnin mín sæju mig hveðja liðið meðs stolti, það var mjög erfitt að segja þeim frá félagsskiptunum en þau skilja það betur núna“ segir Suarez um félagsskiptin.
„Ég hefði getað verið þarna áfram og fengið mín laun en ég hafði ennþá fulla trú á minni getu og ég vissi að hefði ég verið þarna áfram bara til þess að sitja á bekknum hefði ég ekki það sem þarf til þess að spila með þeim bestu, ég þurfti að skipta um lið upp á mitt eigið stolt en mér fannst leiðinlegt hvernig þetta fór ég fékk ekki að tala við forseta liðsins heldur sá lögfræðingur minn um það“ bætir hann við.
Suarez sem hefur verið einn besti leikmaður heims á þessum áratug virðist eiga nóg eftir en leikmaðurinn er 34 ára gamall en hann hefur raðað inn mörkunum hvert sem hann fer.