Paul Merson sérfræðingur hjá Sky Sport og fyrrum leikmaður Arsenal og Aston Villa segir að Tottenham sé það lið sem leiðinlegast sé að horfa á í ensku úrvalsdeildinni.
„Það munu einhverjir Tottenham aðdáendur sjá þetta og hugsa að ég sé að fara aðeins of gróft í Tottenham en þetta lið er það leiðinlegasta til þess að horfa á í deildinni, ég get ekki ímyndað mér hvað José Mourinho segi við þá“ segir Paul Merson um Tottenaham.
Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í desember hefur Tottenham tapað 5 af síðustu 9 leikjum sínum og í fyrsta skipti síðan árið 2012 tapaði liðið þrem leikjum í röð.
„Mourinho sem er þekktur fyrir það að spilað varnarsinnaðaðan fótbolta og að „leggja rútunni“ virðist vera bjargarlaus þessa daganna í fjarveru Harry Kane,“ bætir hann við.