Cristiano Ronaldo leikmaður Juventus varð 36 ára í dag en hann er af mörgum talinn besti fótboltaleikmaður heims ef ekki allra tíma en 15 ára Ronaldo hefði ekki búist við þeirri velgengni sem hann hefur náð á sínum ferli.
Aldrei hefur vantað viljastyrkinn í Ronaldo sem hefur unnið nánast allt sem knattspyrnumenn dreyma um að vinna en honum dreymdi alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta á æskuárum sínum en 15 ára gamall hafði hann aðra hugmynd um hvað hann væri að bralla 36 ára.
„Sem barn hélt ég að ég myndi vera sjómaður í Madeira 35 ára, mig dreymdi aldrei um að spila svona lengi og vinna það sem ég hef unnið“ segir Ronaldo.
Ekki sér á að Ronaldo sé að nálgast fertugt en kappinn er vaxinn eins og tvítugur fitness keppandi en Giovanni Mauri fyrrum styrktarþjálfari Carlo Ancelotti hjá Real Madrid telur að Ronaldo muni spila til fimmtugs.
Cristiano Ronaldo 🗣 “As a child, I thought that at 35, I would be a fisherman in Madeira. I never dreamed of playing what I played, winning what I won.”
King. 👑 pic.twitter.com/jNDoQN5qXb
— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) February 6, 2020