Í vináttuleik í Serbíu á milli Radnički Kragujevac og Kolubara síðastliðin miðvikudag mætti óboðinn loðinn gestur á völlinn.
Sá loðni fékk þrjár áminningar áður en hann var að lokum rekinn af velli fyrir að ítrekað trufla leikinn en hann lét ekkert stoppa sig og neitaði að yfirgefa völlinn og að lokum gafst dómari leiksins upp og flautaði leikinn af.
Hundurinn var líklegast valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Kolubara þar sem þeim var dæmdur 3-0 sigur í hag þar sem að Radnički Kragujevac gat ekki boðið upp á hundalausan völl.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá atvikið þar sem að dómari leiksins rekur hundinn af velli.
Serbia News
In a friendly between Kolubara and Radnički Kragujevac, an over-excited dog invaded play FOUR times. After the dog’s fourth incursion, the dog was sent off by the referee and, when it refused to leave the field, the match was abandoned. pic.twitter.com/eu9HFto8gX
— Richard Wilson (@timomouse) February 5, 2021