Stórlið Inter Milan glímir við fjárhagsvandamál en liðið þarf fjárfestingu upp á 142 milljónir punda ætli liðið að taka þátt í ítölsku úrvalsdeildinni á næsta ári.
The Financial Times greina frá fjárhagsvandamálum Inter og nefna að Suning Holding sem að eiga um 70% hlut í liðinu séu að leita fjár en Inter Milan hefur komið í veg fyrir allar fjárfestingar.
Inter Milan hafa verið duglegir á leikmannamarkaðnum síðustu tímabil en leikmenn á borð við Romelu Lukaku (74 milljónir evra) , Christan Eriksen (27 milljónir evra) og Alexis Sanchez hafa gengið til liðs við félagið.
BC Partners fjárfestinga fyrirtæki voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum en hættu við því þeir töldu verðmæti liðsins ekki jafn hátt og Inter taldi það vera.
Ekki er talið líklegt að fjárveiting fáist ekki en ef ekki verður liðinu refsað en algengustu dómar vegna fjárhagsvandamála er að dæma lið niður um deild eða frádráttur stiga.