Edinson Cavani framherji Manchester United ætti að vera heill heilsu þegar liðið mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Cavani meiddist í sigri United á Southampton í miðri viku þegar hann skoraði eitt mark í 9-0 sigri á Southampton.
Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United segir að framherjinn frá Úrúgvæ eigi að vera leikfær á morgun.
„Edinson ætti að vera klár, hann fékk slæmt högg á ökklann,“ sagði stjórinn frá Noregi um El Matador.
Varnarmaðurinn Eric Bailly glímir við smávægileg meiðsli og er óvíst hvort hann verði til taks þegar Gylfi Þór Sigurðsson og félagar heimsækja Old Trafford.
Leikur United gegn Everton verður 100 leikur Solskjær við stjórnvölin á Englandi en áður stýrði hann Cardiff.