fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Klopp kvartar undan þreytu og talar um frí sem City fékk – Guardiola er brjálaður

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 16:30

Jurgen Klopp/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool segir að sínir leikmenn séu afar þreyttir og að það sé möguelg ástæða fyrir slakri frammistöðu gegn Brighton í vikunni. Það er stórleikur á Anfield á sunnudag þegar Manchester City mætir í heimsókn.

Með sigri nær City tíu stiga forskoti á Liverpool og þar að auki með leik til góða. „Við höfum ekkert frí fengið, City hefur fengið frí í tvígang vegna COVID. Þetta er svo erfitt, þetta er erfitt á marga vegu,“ sagði Klopp.

Hann sagði að ferðalög liðsins til London í leiki gegn Tottenham og West Ham hefðu tekið á. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þetta, tvö ferðalög til London. Við hlupum ekki of mikið í þeim leikjum.“

„Við komum til baka og mættum Brighton sem var með góðar hugmyndir, við vorum ekki tilbúnir. Leikmenn gátu ekki framkvæmt hlutina, þess vegna talaði ég um þreytu.“

Guardiola ósáttur:

Pep Guardiola, stjóri Manchester City er ekki sáttur með þessi ummæli Klopp. „Jurgen verður að skoða dagatalið sitt aftur, við vorum í pásu í viku vegna COVID. Við fórum með 14 leikmenn í leik gegn Chelsea. Kannski hef ég rangt fyrir, kannski voru þetta fjórar vikur. Þegar ég hitti Jurgen þá ræði ég við hann, ég er hissa. Ég átti ekki von á því að Jurgen væri svona þjálfari,“ sagði Guardiola pirraður.

„Ég átti ekki von á þessu frá honum, hann veit að þetta er ekki satt. Það hefur enginn fengið tveggja vikna frí. Ég hélt að hann væri ekki svona gæi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eimskip setur fjármuni í KSÍ

Eimskip setur fjármuni í KSÍ