Ný reglugerð um sóttvarnir tekur gildi á mánudag en átti að taka gildi 17. febrúar. Ráðist var í tilslakanir fyrr vegna fárra innanlandssmita undanfarið. Nýja reglugerðin gildir í þrjár vikur.
Á dagskrá Ríkisstjórnarfundar í morgun var rætt um nýjar tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir en Svandís Svavarsdóttir sóttvarnalæknir hefur fallist á tillögurnar.
Líkamsræktarstöðvar mega nú hafa allt að 50% af leyfilegum fjölda að því gefnu að ekki verði fleiri en 20 í hverju rými og að fólk skrái sig áfram eins og áður. Búningsaðstaða verður opnuð aftur.
Skemmistaðir og krár fá að opna en verða opin til aðeins 10 á kvöldin. 20 manna verður áfram almennt í gildi.
Verslanir, söfn og kirkjulegar athafnir verða með 150 manna hámark að því tilskildu að setið sé og afgreitt sé í sæti.
Tveggja metra regla og grímuskylda verða áfram í gildi.
Svandís sagði viðtali við sjónvarpsstöðvarnar að um væri að ræða varfærin skref. Hún gerði engar breytingar á minnisblaði sóttvarnalæknis og er reglugerðin í samræmi við minnisblaðið. „Okkur fannst rétt að stíga þetta skref,“ sagði Svandís.
Engar breytingar verða gerðar á landamærunum að sögn Svandísar, „Þetta eru aðskilin mál þannig séð, við erum núna að fjalla um breytingar innanlands.“