Manchester City ætlar að setja allt púður í það að krækja í norska framherjann, Erling Braut-Haaland frá Dortmund í sumar.
Þessi tvítugi framherji er eftirsóttur eftir að hafa slegið í gegn hjá Dortmund síðasta árið, hann hafnaði Manchester United og fleiri liðum til að fara til Dortmund.
Haaland verður til sölu fyrir 68 milljónir punda sumarið 2022 en Pep Guardiola vill ekki bíða, hann vill framherja til félagsins í sumar.
Kun Aguero hefur lítið verið með á þessu tímabili vegna meiðsla og COVID-19 veirunnar. Guardiola vill bæta við framherja í hóp sinn.
Talið er að Dortmund sé tilbúið að selja Haaland í sumar ef tilboð nálægt 100 milljónum punda berst til þeirra. Faðir hans Alf Inge Haaland lék á sínum tíma með City.