Kristian Nökkvi Hlynsson leikmaður Ajax er sá leikmaður sem hefur verið seldur á hæsta verðinu frá Íslandi. Frá þessu greinir Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Stellar Nordic.
Kristian, sem er fæddur árið 2004, er sóknarsinnaður leikmaður sem nýtur sín best fremstur á miðju. Kristian hafði staðið sig afar vel bæði með Blikum sem og yngri landsliðum Íslands. Hann er í dag í unglinga og varaliði félagsin.
Komið hefur fram að Kristian hafi verið seldur fyrir rúmlega 100 milljónir króna. ,,Hann kostaði 800 þúsund evrur, sem eru 130 milljónir. Ég hef þetta úr nokkur góðri heimild,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football þætti sínum á síðasta ári.
Magnús Agnar var spurður um málið í hlaðvarpsþættinum Steve Dagsrká í vikunni og var fljótur til svars. „Kristian Nökkvi Hlynsson,“ sagði Magnús Agnar þegar hann var spurður um hver væri sá dýrasti sem seldur hefði verið frá Íslandi.
Þegar Magnús var spurður um hvort upphæðin hefði ekki verið ansi há, var svarið. „Þú baðst mig ekki að svara þessu, þú spurðir mig spurningar og ég svaraði henni,“