fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Rannsaka skotárásirnar ekki sem hryðjuverk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 07:59

mynd/Anton Brink og skjáskot ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari vinnur nú að rannsókn á skotárásum á bíl borgarstjóra og skrifstofu Samfylkingarinnar. Málin eru ekki rannsökuð sem hryðjuverk.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar hafi ekki haft nein kynni af Halli Gunnari Erlingssyni, sem er grunaður um að hafa skotið á skrifstofu flokksins og bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði að lögreglan hefði spurt starfsfólkið um Hall.

Hallur, sem er sextugur, er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag og ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Málið er rannsakað sem brot gegn valdstjórninni og því er það embætti héraðssaksóknara sem fer með rannsókn þess en ekki lögreglan.

Fréttablaðið hefur eftir Kolbrúnu Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara, að skotárásirnar séu ekki rannsakaðar sem hryðjuverk þar sem ekkert hafi komið fram við rannsókn málsins sem bendi til að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Ekki hefur verið skýrt frá af hverju grunur beinist að Halli en hann er skráður eigandi skotvopna. Annar maður var handtekinn vegna málsins og var lagt hald á skotvopn í hans eigu vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi