fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Tvær konur myrtar þegar áætlun um leigumorð fór út um þúfur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 22:00

Hope og Brittany.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn eiga ákæru fyrir morð yfir höfði sér eftir að tvær konur voru myrtar þegar áætlun um leigumorð fór út um þúfur.

Tim Soignet, lögreglustjóri í Terrebonne Parish í Louisiana, skýrði frá þessu á fréttamannafundi á mánudaginn. Þar kom fram að Beaux Cormier hafi fengið þá Andrew Eskine og Dalvin Wilson til að myrða fórnarlamb nauðgunar sem ætlaði að vitna gegn honum.

CormierEskine og Wilson fóru til Montegut í Lousiana til að fylgjast með heimili konunnar og reyndu að myrða hana en það mistókst.

Þann 13. janúar fór Wilson heim til konunnar og spurði eftir henni með nafni. Fyrir svörum varð Brittany Cormier, systir Beaux Cormier. Hún sagðist vera konan en með því ætlaði hún að vernda hana. Wilson skaut hana til bana og einnig nágranna hennar, Hope Nettleton, sem var í heimsókn. Hvorug þeirra var konan sem Wilson og Eskine voru ráðnir til að myrða.

Þrátt fyrir að Eskine hafi ekki verið á morðvettvanginum á hann ákæru fyrir morð af yfirlögðu ráði yfir höfði sér þar sem hann aðstoðaði við framkvæmd þess, meðal annars útvegaði hann Wilson bifreið og kom að skipulagningu þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

14 ára piltur dæmdur í óhugnanlegu máli í Svíþjóð – Vaxandi áhyggjur víða um heim

14 ára piltur dæmdur í óhugnanlegu máli í Svíþjóð – Vaxandi áhyggjur víða um heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandarískir ríkisborgarar hafa fengið ógnandi bréf frá yfirvöldum – „Það er kominn tími til að þú yfirgefir Bandaríkin“

Bandarískir ríkisborgarar hafa fengið ógnandi bréf frá yfirvöldum – „Það er kominn tími til að þú yfirgefir Bandaríkin“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur