Tottenham tók á móti Chelsea í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Chelsea en leikið var á heimavelli Tottenham.
Eina mark leiksins kom á 24. mínútu. Það skoraði miðjumaðurinn Jorginho úr vítaspyrnu.
Þetta var þriðji leikur Chelsea undir stjórn Þjóðverjans Thomas Tuchel sem er enn taplaus sem knattspyrnustjóri Chelsea. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með 36 stig.
Tottenham hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og hefur fallið niður í 8. sæti deildarinnar. Þar situr liðið með 33 stig.
Tottenham 0 – 1 Chelsea
0-1 Jorginho (’24,víti)