fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Svíum finnst þeir verða fyrir áreiti frá öðrum Norðurlandabúum en vilja meira samstarf

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega helmingur Svía telur að norrænt samstarf hafi skaddast vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. 82% þeirra vilja meira norrænt samstarf. Tæplega 20% telja að aðrir Norðurlandabúar áreiti Svía.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Foreningen Norden gerði. TT hefur eftir Josefin Carlring, aðalritara samtakanna, að niðurstöðurnar séu skýr skilaboð um að stjórnmálamenn eigi að vinna enn frekar að eflingu norræns samstarfs. „Við göngum út frá því að samstarfið hafi gengið vel og að við viljum það sama. En við erum komin í stöðu þar sem við tökum hvert öðru sem gefnum hlut,“ sagði hún einnig.

Foreningen Norden eru almenningssamtök sem vinna að auknu samstarfi á milli Norðurlandanna. Það er erfitt þessi misserin vegna heimsfaraldursins, landamæri eru lokuð og fáir sækja vinnu á milli landanna. Að auki taka ríkisstjórnir landanna misjafnlega á heimsfaraldrinum. Svíar hafa sérstaklega fengið að heyra það vegna þess sem virðist vera tilraun yfirvalda til að ná hjarðónæmi.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að 18% Svía sögðust hafa orðið fyrir áreitni eða slæmri framkomu eða meðferð af hálfu fólks frá hinum Norðurlöndunum. Hjá þeim Svíum sem eru með bein tengsl við önnur Norðurlönd, til dæmis vegna vinnu eða fjölskyldu, var hlutfallið 29%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur