Grínistinn Darren Connell fann hina fullkomnu íbúð, eða svo hann hélt. Hann deildi raunum sínum á Twitter og sagði frá því að hann hafi fundið íbúð á lygilegu verði, en þegar hann skoðaði íbúðina á götukorti Google (e. Google Street View) þá blasti við honum undarleg sjón.
Það voru settar rétt rúmlega 10,5 milljónir króna á eignina. Darren þótti verðið aðeins of gott til að vera satt, svo hann ákvað að skoða húsið og hverfið betur á götukorti Google. Þar sá hann lögregluþjón vera að yfirgefa eignina með bréf í höndunum.
I’ve been trying my best to save for a flat/house and found somewhere that that was cheap, it made me think that something wasn’t right.
So I just checked the Google maps of it and this was the first photo 😂 pic.twitter.com/P3fm0s9eHw
— The Vegan Gorilla (@DarrenConnell87) February 2, 2021
Darren fékk einhverja ónotatilfinningu og ákvað að halda áfram í leit sinni að draumaheimilinu.
Raunir Darren hafa slegið í gegn hjá netverjum og fjallar til að mynda vefur skoska The Sun um málið. Darren útskýrir ekki mál sitt frekar en ætla má að eitthvað gruggugt hafi átt sér stað í húsinu.