fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

46 milljónir stúlkna hafa horfið á Indlandi síðustu 50 ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 08:00

Indverskar stúlkur á leið í skólann. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu 50 ár hafa allt að 46 milljónir indverskra stúlkna „horfið“, annað hvort vegna fóstureyðinga eða þá að þær hafa látist af völdum vanrækslu. Ástæðan er að fólk vill frekar eignast drengi.

Á heimsvísu hafa rúmlega 142 milljónir stúlkna „horfið“ síðustu 50 ár. Samkvæmt því sem mannfjölgunarsjóður SÞ, UNFPA, segir í skýrslu um málið þá eru helstu skýringarnar á þessu fóstureyðingar eða vanræksla sem veldur dauða þeirra.

Á Indlandi er það ekki algilt um allt land að fólk vilji heldur eignast drengi en þetta er sérstaklega algengt í norðurhluta landsins. Í sumum héruðum þar fæðast allt að 120 drengir á móti hverjum 100 stúlkum.

Í skýrslu SÞ kemur fram að ástæðan fyrir þessu er að á sumum svæðum á Indlandi er sú trú rótgróin að drengir vaxi úr grasi og skaffi mat á borðið en aðeins kostnaður fylgi stúlkum og þær séu byrði á fjölskyldu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn