fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Pressan

Segja að blýmengun sé í flóttamannabúðum á Lesbos

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 15:00

Ástandið er slæmt í flóttamannabúðum á Lesbos. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Human Rights Watch samtökin vilja að grísk stjórnvöld opinberi upplýsingar um tilraunir sem voru gerðar á svæði, þar sem flóttamannabúðir eru núna, á eyjunni Lesbos. Telja samtökin hugsanlegt að mikil heilsufarshætta sé fyrir flóttamenn að dvelja í búðunum því mikil blýmengun sé þar. Einnig sé starfsfólk í búðunum í hættu.

Samkvæmt frétt The Guardian hafa samtökin því hvatt grísk stjórnvöld til að opinbera upplýsingar um tilraunirnar á svæðinu en þar var áður herstöð.

Í tilkynningu frá samtökunum er haft eftir Belkis Willie, rannsakanda hjá þeim, að grísk yfirvöld hafi vísvitandi reist flóttamannabúðir á skotæfingarsvæði og lokað augunum fyrir hugsanlegri heilsufarshættu sem íbúum þar og starfsfólki stafar af þessu. Eftir margar vikur hafi þau óviljug tekið sýni til rannsóknar en um leið neitað að hætta væri á blýmengun á svæðinu. Sjö vikur hafi síðan liðið þar til niðurstaðan lá fyrir en óháðir sérfræðingar hafi ekki fengið að greina sýnin eða grípa til nauðsynlegra aðgerða til að vernda íbúa og starfsfólk og upplýsa þá um hugsanlega hættu sem að heilsu þeirra stafar.

Flóttamannabúðirnar sem um ræðir heita Mavrovouni en þar eru 7.615 flóttamenn samkvæmt tölum frá UNHCR, Flóttamannahjálp SÞ. Búðirnar voru reistar í skyndingu eftir að Moria flóttamannabúðirnar eyðilögðust í eldsvoða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“
Pressan
Í gær

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump spilaði golf með forseta Finnlands – Vill nú kaupa ísbrjóta af Finnum

Trump spilaði golf með forseta Finnlands – Vill nú kaupa ísbrjóta af Finnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás