fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Metanhaf á Titan er 10 sinnum dýpra en vísindamenn töldu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 08:00

Teikning af yfirborði Títan.Teikning:NASA/John Glenn Research Center

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafið Kraken Mare á Titan, sem er eitt tungla Satúrnusar, er næstum því tíu sinnum dýpra en talið var eða rúmlega 300 metrar. Titan er að margra mata einn athyglisverðasti staðurinn í sólkerfinu en þar er þykkt gufuhvolf, sem inniheldur mikið köfnunarefni, virkt loftslag og höf úr metan og etani.

Kraken Mare er stærsta hafið á Satúrnusi. Í nýlegri rannsókn sýndu vísindamenn frá Cornell University fram á að það er rúmlega 300 metra djúpt. Live Science skýrir frá þessu. „Kraken Mare er ekki bara frábært nafn því það inniheldur einnig um 80% af yfirborðsvökva tunglsins,“ hefur Live Science eftir Valerio Poggiali, aðalhöfundi rannsóknarinnar.

Kraken Mare er um 500.000 ferkílómetrar á stærð og er á norðurhveli Titan.

Gögnin, sem vísindamennirnir notuðu við útreikninga sína, eru í raun frá 2014 en þá aflaði Cassini-geimfarið þeirra í síðustu ferð sinni til tunglsins. Geimfarinu var stýrt inn í gufuhvolf Satúrnusar 2017 og látið brenna upp.

Dýpt Kraken Mare var mæld úr 965 km hæð með ratsjá.

Þessi nýja vitneskja um Kraken Mare mun koma að gagni fyrir verkfræðingateymi hjá NASA sem vinnur nú að hönnun kafbáts sem er ætlað að rannsaka höf Titan en reiknað er með að hann verði sendur af stað á fjórða áratugnum ef verkefnið verður samþykkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur