Mikael Neville Anderson spilaði í 1-2 tapi Midtjylland gegn Sönderjyske í 14. ufmerð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á MCH Arena í Midtjylland.
Mads Albæk, kom Sönderjyske yfir með marki á 45. mínútu.
Mikael kom inn á 72. mínútu í staðinn fyrir Alexander Scholz, fyrrverandi leikmann Stjörnunnar.
Á 80. mínútu tvöfaldaði Anders Jacobsen forystu Sönderjyske með marki eftir stoðsendingu frá Stefan Gartenmann.
Leikmenn Midtjylland náðu að minnka muninn í uppbótartíma venjulegs leiktíma með marki frá Erik Sviatchenko en nær komst liðið ekki.
Leikurinn endaði með 1-2 sigri Sönderjyske sem er eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 27 stig. Ísak Óli Ólafsson, leikmaður liðsins sat allan tímann á varamannabekknum í kvöld.
Midtjylland er í 1. sæti deildarinnar með 27 stig, jafnmörg stig og Bröndby sem leikur nú gegn Nordsjælland og getur gert toppsæti deildarinnar að sínu.