Knattspyrnudeild Víkings hefur fengið til liðs við sig Karl Friðleif Gunnarsson, en hann kemur til liðsins á láni frá Breiðabliki.
Karl er uppalinn hjá Breiðabliki og lék hann með liðinu í Pepsi Max deildinni árið 2019 en var á láni hjá Gróttu á síðasta tímabili þar sem hann stóð sig afar vel og skoraði sex mörk í sextán leikjum.
Karl er 19 ára gamall og á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands.