fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Táraðist við góðmennsku fólks – Hálf milljón á fáeinum klukkutímum

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 18:30

Kolbrún og Sólrún Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Eik er 13 ára stelpa og á að fermast í vor. Hún er algjör prakkari og elskar að syngja og syngur oftast allan daginn og er alltaf í góðu skapi. Hún er mjög félagslynd og elskar að heilsa fólki. Hana langar að kynnast öllum sem hún hittir. Kolbrún er með fjölþætta fötlun í tengslum við sjaldgæft, meðfætt heilkenni sem kallast Saethre-Chotezen.

Hún elskar að hjóla, ferðast og fara í strætó og byrjaði stuðningsfulltrúi hennar, Sólrún Kristjánsdóttir, söfnun fyrir nýju hjóli handa Kolbrúnu. Hún hafði safnað flöskum og dósum í rúmt ár en til að fá hjólið fyrir vorið þurfti að panta það núna í febrúar.

Embla Sigurgeirsdóttir, móðir Kolbrúnar, veitti ofangreindar upplýsingar í samtali við blaðamann. Nokkru áður birti hún Facebook-færslu fyrir hönd Kolbrúnar og Sólrúnar:

„Söfnunin hófst fyrir ári síðan í gegnum stuðningsfulltrúa Kolbrúnar, hana Sollu. Hún sá annað svona hjól þegar hún hitti foreldri sem hafði keypt svona fyrir barnið sitt og fannst henni upplagt að kaupa svona fyrir Kolbrúnu. Þannig söfnunin er frá henni en hún hefur verið að safna flöskum og dósum fyrir Kolbrúnu og var komin upp í 730 þúsund þegar Facebook-færslan kom inn.“

Söfnunin fór fram úr björtustu vonum og á fáeinum klukkutímum var búið að tæplega tvöfalda upphæðina sem Solla hafði safnað og Kolbrún gat keypt sér nýja hjólið.

Embla uppfærir upprunalega statusinn með orðum sem lýsa vel tilfinningunum sem hún fann fyrir eftir að þau náðu markmiðinu:

„Elsku besta fólk við erum í skýjunum yfir viðbrögðum ykkar en við erum búin að ná markmiði okkar og það á fáeinum klukkutímum!!!!! Við erum í sjokki hvað fólk er fallegt, svo margir búnir að leggja inn og margir sem þekkja Kolbrúnu ekkert. Frá okkar dýpstu hjartarrótum með tár í augum TAKK þið eruð yndisleg“

Færsluna má lesa í heild sinni hér:

https://www.facebook.com/embla.sigurgeirsdottir/posts/10158825722927777

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“
Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni