Rúnar Alex Rúnarsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Arsenal í 2-1 tapi gegn Wolves í fyrradag. Wolves tók á móti Arsenal á Molineux Stadium og komst Arsenal yfir á 32. mínútu eftir glæsilegan einleik Nicolas Pepe og allt stefndi að Arsenal færi með eins marks forystu í fyrri hálfleik en þá gerðist David Luiz varnarmaður Arsenal brotlegur í eigin teig og var rekinn af velli og víti dæmt sem Rúben Neves nýtti og jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.
João Moutinho kom svo Wolves yfir með mögnuðu langskoti á 49. mínútu og staðan orðin 2-1 Wolves í hag. Bernd Leno gerði sig svo sekann um að handleika boltann fyrir utan vítateig var rekinn af velli.
Rúnar Alex Rúnarsson kom inn í stað Thomas Partey til að verja mark Arsenal og er það söguleg stund fyrir Íslendinga þar sem hann er fyrsti íslenski markmaðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Rúnar er átjándi Íslendingurinn sem spilað hefur í deild þeirra bestu á Englandi. Deildin var stofnuð árið 1992 og var Þorvaldur Örlygsson sá fyrsti í röðinni.
Hermann Hreiðarsson lék 332 leiki í deildinni og er leikjahæsti Íslendingurinn, Gylfi kemur næstur í röðinni og er með 301 leik í deild þeirra bestu.
Íslendingar í ensku úrvalsdeildinni:
Guðni Bergsson – Tottenham Hotspur, Bolton Wanderers – 1992–93, 1995–96, 1997–98, 2001–03
Eiður Smári Guðjohnsen – Chelsea, Tottenham Hotspur, Stoke City, Fulham – 2000–06, 2009–11
Jóhannes Karl Guðjónsson – Aston Villa, Wolverhampton Wanderers, Burnley – 2002–04, 2009–10
Þórður Guðjónsson – Derby County – 2000–01
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 2016–
Jóhann Birnir Guðmundsson – Watford – 1999–2000
Aron Einar Gunnarsson – Cardiff City – 2013–14, 2018–19
Brynjar BjörnGunnarsson – Reading – 2006–08
Arnar Gunnlaugsson – Bolton Wanderers, Leicester City – 1997–2002
Heiðar Helguson – Watford, Fulham, Bolton Wanderers, Queens Park Rangers – 1999–2000, 2005–09, 2011–12
Hermann Hreiðarsson – Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth – 1997–98, 1999–2002, 2003–10
Ívar Ingimarsson – Reading – 2006–08
Eggert Gunnþór Jónsson – Wolverhampton Wanderers – 2011–12
Þorvaldur Örlygsson – Nottingham Forest – 1992–93
Rúnar Alex Rúnarsson – Arsenal – 2020–
Gylfi Sigurðsson – Swansea City, Tottenham Hotspur, Everton – 2011–
Lárus Sigurðsson – West Bromwich Albion – 2002–03
Grétar Steinsson – Bolton Wanderers – 2007–12