Wayne Rooney stjóri Derby er sagður hrokafullur og að hann kunni ekki taka því þegar lið hans tapar leikjum. Rooney og lærisveinar hans töpuðu gegn Rotherham í næst efstu deild Englands í gær.
Derby tapaði 3-0 á New York vellinum í Rotherham en liðið hafði unnið þrjá leiki í röð undir stjórn Rooney fyrir það.
Eftir leik sagði Rooney að Tony Stewart stjórnarformaður hefði verið dónalegur og látið ljót orð falla eftir leik. „Ég hafna þessum ásökunum Rooney,“ sagði Stewart.
„Ég tek það aldrei í mál að einhver í stjórn okkar tali dónalega, ég tek það ekki í mál. Slíkt fer mjög illa í mig.“
Hann sagði að Rooney kynni ekki að taka tapi. „Það eru leikmenn sem kunna að taka tapi og svo eru þeir sem kunna það ekki, Rooney er í seinni flokknum.“
Rooney er í sínu fyrsta starfi sem stjóri en hann lagði skóna á hilluna á dögunum til að taka starfið að sér.