fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Rooney í stríði eftir slæmt tap í gær – Kann ekki að taka því þegar lið hans tapar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney stjóri Derby er sagður hrokafullur og að hann kunni ekki taka því þegar lið hans tapar leikjum. Rooney og lærisveinar hans töpuðu gegn Rotherham í næst efstu deild Englands í gær.

Derby tapaði 3-0 á New York vellinum í Rotherham en liðið hafði unnið þrjá leiki í röð undir stjórn Rooney fyrir það.

Eftir leik sagði Rooney að Tony Stewart stjórnarformaður hefði verið dónalegur og látið ljót orð falla eftir leik. „Ég hafna þessum ásökunum Rooney,“ sagði Stewart.

„Ég tek það aldrei í mál að einhver í stjórn okkar tali dónalega, ég tek það ekki í mál. Slíkt fer mjög illa í mig.“

Hann sagði að Rooney kynni ekki að taka tapi. „Það eru leikmenn sem kunna að taka tapi og svo eru þeir sem kunna það ekki, Rooney er  í seinni flokknum.“

Rooney er í sínu fyrsta starfi sem stjóri en hann lagði skóna á hilluna á dögunum til að taka starfið að sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim