Mikel Arteta stjóri Arsenal lofsyngur Rúnar Alex Rúnarsson og hugarfar hans til að bæta leik sinn. Hann ráðleggur Rúnari að fylgjast ekki með umræðunni. Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal síðasta haust og byrjaði vel þegar hann tékk tækifæri til, slæm mistök gegn Manchester City í desember urðu til þess að hann hefur mátt þola mikla gagnrýni.
Rúnar lék sinn fyrsta deildarleik með Arsenal á þriðjudag þegar Bernd Leno var rekinn af velli. Mat Ryan var meiddur en möguleiki er á að hann verði klár um helgina.
„Hann hefur ekki getað æft en Rúnar er klár. Við veljum á milli þeirra gegn Aston Villa ef Mat getur æft. Ef Mat er ekki klár þá byrjar Rúnar auðvitað,“ sagði Arteta við fréttamenn í dag.
Arteta segir að það hluti af því að vera hjá stórliði að fá á sig gagnrýni. „Þetta er það sem þú færð hjá stórliði, fólk gerir kröfu á að þú gerir þitt besta og standir þig vel. Ef þú gerir það ekki færðu á þig gagnrýni.“
Arteta segir að Rúnar hafi vitað af því þegar hann kom til félagsins. „Þú veist þetta áður en þú kemur til félagsins, að þú getir fengið gagnrýni hvenær sem er. Ef þú gerir vel þá færðu mikið hrós, þú verður að höndla pressuna.“
„Ég held að Rúnar hafi vitað þetta og átt von á þessu, hann þarf að höndla þetta. Við erum hér til að styðja hann, hann hefur spilað nokkra leiki. Hann hefur spilað góða leiki en átti erfitt uppdráttar gegn Manchester City. Hann gerði mjög vel gegn Wolves.“
Arteta hrósar Rúnar fyrir alla þá vinnu sem hann leggur á sig. „Hann leggur mjög mikið á sig og er mjög vel liðinn í búningsklefanum. Hann er góður drengur, hann er mjög hógvær og þarf að halda sig frá sviðsljósinu til að bæta sig.“
„Rúnar vissi hvaða hlutverk hann fengi þegar hann kom hingað. Við vorum með plan fyrir markvarðarstöðuna. Hlutverk Rúnars hefur ekkert breyst.“
Rúnar var hent út úr hópi Arsenal í Evrópudeildinni í gær til að koma Mat Ryan fyrir.
„Hann þarf að vinna fyrir því að fá tækifæri, hann þarf að vinna fyrir sínu sæti. Hann er þriðji, annar eða fyrsti kostur. Það fer eftir frammistöðu, hann þarf að vinna fyrir því.“
🗣 "He's not been available to train yet, there will be a choice between Mat [Ryan] & Alex [Rúnarsson]"
Mikel Arteta says Maty Ryan hasn't been available to train but is confident he will have the two goalkeepers to choose from for Saturday pic.twitter.com/B95JaYx7ET
— Football Daily (@footballdaily) February 4, 2021