Vefur Mannlífs hefur birt stutt samtal við frænku Flemming Mogensen, mannsins sem játað hefur morð á Freyju Egilsdóttur, 43 ára konu frá Selfossi, sem búið hefur í Danmörku frá árinu 1999. Flemming var árið 1996 dæmdur fyrir hrottalegt morð á barnsmóður sinni og fékk 10 ára fangelsisdóm. Flemming og Freyja hófu samband árið 2000, fjórum árum eftir dóminn.
Camilla Diana Mogensen, frænka Flemmings, segir í samtali við Mannlíf að fjölskyldan sé í gífurlegu áfalli eftir hinn sorglega atburð.
„Við erum, öll fjölskyldan, í mjög miklu áfalli,“ segir Camilla í samtali við Mannlíf.
Myndin sem hér fylgir af Flemming er frá árinu 2009 og birtist á Instagram. Hann er 51 árs gamall í dag.