Undanfarna daga hafa Íslendingar fengið send furðuleg skilaboð frá gervi-prófílum á Facebook Messenger. Um er að ræða kynferðisleg skilaboð þar sem gervifólkið biður til dæmis viðtakandann um að „fokka sér“.
Skilaboðin eru skrifið á bjagaðri íslensku og koma frá gervifólki með útlensk nöfn. „Halló. Ég er einhleyp, viltu fokka mér? taktu númerið mitt hér,“ segir í skilaboðunum frá einum gervi-prófílnum en sá segist heita Joan Barboza. Þessi Barboza lætur síðan fylgja með hlekk sem átti að öllum líkindum að leiða viðtakanda á einhverja vafasama síðu. Hlekkurinn sem blaðamaður prófaði að fylgja fór hins vegar bara á tóma síðu með villuskilaboðum.
Joan Barboza er ekki ein um að senda þessi furðulegu og kynferðislegu skilaboð. Racheal Owens, Dalton Hirsch og Vernanda Pemana hafa einnig verið að senda Íslendingum skilaboð. „Stefnumótasíða, sjálfsfróun í leggöngum .. falleg stelpa. Kynlífsmyndbönd,“ sagði til dæmis Racheal. Þau Vernanda og Dalton virðast síðan vera ansi samrýnd þar sem þau sendu orðrétt sömu skilaboðin. „Hæ .. Ég er horinn og ég þarfnast þín. Viltu fokka mér? Sérherbergi. Ýttu hér,“ segja þau saman í kór.