fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Vinir Freyju í áfalli – „Hún var svo góð, alltaf tilbúin til að hjálpa“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 07:50

Freyja Egilsdóttir Mogensen. Mynd: Lögreglan á austur Jótlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinum Freyju Egilsdóttur er að vonum illa brugðið eftir að skýrt var frá því að hún hefði verið myrt af fyrrum sambýlismanni sínum. Freyja, sem var 43 ára, lætur eftir sig tvö ung börn. Fyrrum sambýlismaður hennar, Flemming Mogensen, var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

SE og HØR ræddi við Steffen Petersen, vin Freyju, en hann ásamt tveimur öðrum fóru að leita að henni á þriðjudaginn þegar lögreglan lýsti eftir henni. Steffen og vinirnir stunduðu sjúkraliðanám með Freyju.

„Við erum í áfalli. Hún var svo góð, alltaf tilbúin til að hjálpa,“ sagði hann.

„Við töluðum um að við myndum örugglega ekki finna hana en við vildum gera eitthvað og sýna stuðning okkar,“ sagði hann einnig.

Eins og fram hefur komið þá var Freyja í vinnunni á dvalarheimili aldraðra í Odder á fimmtudag í síðustu viku. Hún lauk vaktinni um klukkan 23.30 og eftir það sást hún ekki aftur á lífi. Á laugardeginum var sms sent úr síma hennar til vaktstjóra, sem var í fríi og Freyja vissi að væri í fríi, um að hún kæmi ekki til vinnu vegna veikinda. Þetta þótti mjög ólíkt Freyju sem tilkynnti aldrei um veikindi með smáskilaboðum.

Steffen sagði að þegar hann og vinirnir komu að húsi Freyju í Malling á þriðjudaginn hafi þeir séð að fjöldi lögreglumanna var á vettvangi. „Það var búið að girða það alveg af, þeir einbeittu sér að litlum bletti framan við húsið,“ sagði hann.

Lögreglan fann síðan lík Freyju síðdegis á þriðjudaginn en Flemming hafði reynt að fela líkamshlutana, inni og úti.

 

Freyja er ekki fyrsta konan sem Flemming banaði. 

Talið er að Freyja hafi ekki sjálf sent smáskilaboðin.

Játar að hafa myrt Freyju. 

Lögreglan lýsti eftir Freyju.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði