fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Milljarðamæringur gefur heppnum Bandaríkjamanni ferð út í geiminn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 22:00

Eldflaugaskot SpaceX. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski milljarðamæringurinn Jared Isaacman, sem er 37 ára, tilkynnti á mánudaginn að hann hafi leigt geimfar og eldflaug, til að flytja geimfarið út í geim, hjá SpaceX sem er í eigu Elon Musk. Fyrirhugað er að fara í þriggja til fjögurra daga ferð í október.

The New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta verði fyrsta geimferðin þar sem enginn af geimförunum er atvinnugeimfari frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA eða öðrum opinberum geimferðastofnunum.

Í síðustu viku var tilkynnt að Axiom Space hafi valið fjóra menn til að fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en þeir greiða allir fyrir ferðina sem mun vara í átta daga. Hver þeirra greiðir 55 milljónir dollara.

En í ferð Isaacman er pláss fyrir fjóra geimfara. Hann tekur sjálfur eitt sæti en ætlar að finna þrjá samferðamenn sína á næstunni. Tvö sæti gefur hann St. Jude Children‘s Research sjúkrahúsinu í Memphis en þar fá börn ókeypis læknismeðferð og þar er unnið að þróun lyfja og læknismeðferðar gegn krabbameini í börnum. Annað sætið fær starfsmaður á sjúkrahúsinu sem læknaðist af krabbameini á barnsaldri á sjúkrahúsinu. Hinu sætinu verður úthlutað með einhverskonar happdrætti. Markmiðið með því er að safna 200 milljónum dollara fyrir sjúkrahúsið. Ekki þarf að leggja fram fé til að taka þátt í happdrættinu en hver dollari, sem gefinn er, gefur 10 miða í happdrættinu.

Fyrir áhugasama Íslendinga eru slæmu fréttirnar þær að aðeins bandarískir ríkisborgarar, 18 ára og eldri, geta tekið þátt í happdrættinu. Sá eða sú heppna verða að vera lægri en 198 sm og vega minna en 113 kíló. Að auki þarf viðkomandi að standast andlegt og líkamlegt próf. Á fréttamannafundi á mánudaginn sagði Elon Musk að ef fólk getur farið í hressilega rússibanaferð þá geti það vel farið út í geim, álagið sé svipað.

Þriðja sætið fer til frumkvöðuls en Isaacman efnir til sérstakrar keppni fyrir frumkvöðla um sætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn