Everton vann í kvöld 2-1 sigur á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Leikið var á Elland Road, heimavelli Leeds.
Gylfi Þór Sigurðsson, var í byrjunarliði Everton og bar fyrirliðabandið. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu eftir stoðsendingu frá Lucas Digne.
Á 41. mínútu tvöfaldaði Dominic Calvert-Lewin, forystu Everton með marki eftir stoðsendingu frá Ben Godfrey.
Raphinha, minnkaði muninn fyrir Leeds United með marki á 48. mínútu en nær komust heimamenn ekki.
Leikurinn endaði með 2-1 sigri Everton sem situr í 5. sæti deildarinnar með 36 stig. Leeds United er í 11. sæti með 29 stig.
Leeds United 1 – 2 Everton
0-1 Gylfi Þór Sigurðsson (‘9)
0-2 Dominic Calvert-Lewin (’41)
1-2 Raphinha (’48)