Manchester United vann í gær 9-0 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni. En það er ekki í eina skiptið sem félagið hefur unnið svo stóran sigur, sem telst sem sá stærsti í ensku úrvalsdeildinni.
Þann 4. mars árið 1995 vann Manchester United einnig 9-0 sigur á Ipswich Town. Andy Cole, framherji Manchester United á þessum tíma skoraði fimm af þeim níu mörkum sem liðið skoraði í leiknum. Þetta tímabil féll Ipswich úr ensku úrvalsdeildinni og Manchester United endaði í 2. sæti á eftir Blackburn Rovers sem varð Englandsmeistari.
Tapið í gær var ekki fyrsta 9-0 tap Ralph Hassenhutl, knattspyrnustjóra Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Þann 25. október árið 2019 tapaði Southampton 9-0 fyrir Leicester City. Jamie Vardy og Ayoze Perez, skoruðu báðir þrennu í leiknum.
Hér fyrir neðan má sjá stærstu sigranna sem hafa unnist í ensku úrvalsdeildinni.