Gylfi Þór Sigurðsson, kom Everton yfir gegn Leeds United í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn hófst klukkan 19:30 og fer fram á Elland Road, heimavelli Leeds United.
Gylfi Þór var í byrjunarliði Everton og kom liðinu í stöðuna 1-0 með marki á 9. mínútu eftir stoðsendingu frá Lucas Digne.
Þannig er staðan í leiknum núna þegar þessi frétt er skrifuð.
— Everton FC Türkiye (@EvertonfcTR) February 3, 2021