Tveimur leikjum er lokið í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City hafði betur gegn Burnley á útivelli og Leicester City átti ekki í vandræðum með Fulham.
Burnley tók á móti Manchester City á heimavelli sínum Turf Moor. Jóhann Berg Guðmundsson, var í byrjunarliði Burnley sem lenti undir í leiknum strax á 3. mínútu.
Það var Gabriel Jesus sem kom Manchester City yfir. Á 38. mínútu tvöfaldaði Raheem Sterling síðan forystu City með marki eftir stoðsendingu frá Ilkay Gundogan.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 2-0 sigri Manchester City. Liðið er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnr með 47 stig, Burnley er í 16. sæti með 22 stig.
Á Craven Cottage mættust heimamenn í Fulham og Leicester City.
Kelechi Iheanacho kom Leicester yfir með marki á 17. mínútu eftir stoðsendingu frá James Maddison. Þannig stóðu leikar allt þar til á 44. mínútu þegar James Justin skoraði annað mark Leicester og innsiglaði 2-0 sigur liðsins.
Leicester er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 42 stig. Fulham situr í 18. sæti með 14 stig, sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Burnley 0 – 2 Manchester City
0-1 Gabriel Jesus (‘3)
0-2 Raheem Sterling (’38)
Fulham 0 – 2 Leicester City
0-1 Kelechi Iheanacho (’17)
0-2 James Justin (’44)