Patrick O’Brien 18 ára gamall írskur karlmaður, var ekki safelldur í máli sem Ian Wright, fyrrverandi leikmaður Arsenal, höfðaði gegn honum eftir að hann sendi honum rasísk skilaboð á samfélagsmiðlum. Hann sleppur á skilorði samkvæmt dómnum sem kveðinn var upp í málinu í dag.
Patrick tapaði í maí árið 2019, leik í knattspyrnutölvuleiknum FIFA, tölvugerður leikmaður Ian Wright sem var í leiknum, var í liði Patrick. Í kjölfarið beindi hann reiði sinni að Ian Wright á samfélagsmiðlum með rasískum skilaboðum.
Patrick, viðurkenndi þessi brot sín og sendi Ian Wright skriflega afsökunarbeiðni. Wright samþykkti þessa afsökunarbeiðni Patrick. Hann hafði einnig styrkt góðgerðarsamtök í Írlandi í tilraun til þess að bæta upp fyrir gjörðir sínar.
Ian Wright er ekki sáttur með dóminn sem var kveðinn upp í dag ef marka má innlegg sem hann birti á Twitter í dag.
„Ég hef séð dóminn sem kveðinn var upp í dag og ég er vonsvikinn. Þetta mál snerist aldrei um hefnd, þetta snerist um afleiðingar sem fylgja því að beina rasískum skilaboðum að einstaklingum. Fyrirgefning mín til þessa unga manns var með mína þörf og þrá á að halda áfram með lífið án meiri angistar,“ var meðal þess sem stóð í innleggi Ian Wright, fyrrverandi leikmanns Arsenal.
„I’m tired. We are all tired“
Ian Wright has posted his disappointment after an Irish teenager, who admitted racially abusing him, has escaped a criminal conviction.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 3, 2021