Endurhæfing, Virgil Van Dijk, fyrirliða Liverpool virðist ganga vonum framar. Leikmaðurinn meiddist illa á hné í leik gegn Everton fyrr á tímabilinu.
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins hefur sagt að það þurfi til kraftaverk ef Van Dijk á að spila aftur á þessu tímabili, hann vill hins vegar ekki útiloka þann möguleika.
Van Dijk hefur verið í endurhæfingu í Dúbai og hún virðist ganga mjög vel. Leikmaðurinn birti í dag myndskeið á samfélagsmiðlinum þar sem má meðal annars sjá að hann er byrjaður að æfa sig með fótbolta og hlaupa um.
— Virgil van Dijk (@VirgilvDijk) February 3, 2021