fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Sagður hafa nauðgað og áreitt konur er þær sváfu

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að hafa nauðgað og kynferðislega áreitt tvær konur samtímis á heimili mannsins í ágúst 2017. Er maðurinn í ákærunni sagður hafa lagst upp í rúm þar sem konurnar sváfu og káfað á kynfærum konu sem næst honum lá. Þá reyndi maðurinn að stinga fingri sínum inn í endaþarm konunnar á sama tíma og hann káfaði innanklæða á kynfærum og maga hinnar konunnar. Gátu þær ekki spornað við verknaði mannsins sökum ölvunar og svefndrunga.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og að hann greiði allan kostnað sem hlýst af rekstri mannsins.

Þá gerir önnur konan tveggja milljóna skaðabótakröfu í málinu en hin konan krefst hálfrar milljónar.

Maðurinn er fyrir ætluð brot sín gegn fyrri konunni ákærður fyrir nauðgun. Refsiramminn við nauðgun er í íslenskum lögum eins til sextán ára fangelsi. Meint brot mannsins gegn seinni konunni eru heimfærð á ákvæði um kynferðislega áreitni og liggur allt að tveggja ára fangelsi við slíkum brotum.

Málið hefur þegar verið þingfest í Héraðsdómi Suðurlands og verður tekið til aðalmeðferðar í dómsal á Selfossi þann 26. febrúar næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust