Rúnar Alex Rúnarsson mun ekki leika með Arsenal í Evrópudeildinni nú þegar útsláttarkeppnin hefst í febrúar. Frá þessu var greint í dag.
Rúnar lék nokkra leiki í riðlakeppninni með Arsenal en nú hefur Mat Ryan komið inn í hópinn á kostnað Rúnars. Rúnar verður því ekki gjaldgengur með Arsenal í leikjum í Evrópu fyrr en næsta haust, hið fyrsta.
Arsenal bætir einnig við Martin Odegaard og Gabriel Martinelli við hóp sinn. Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal síðast haust frá Dijon í Frakklandi.
Alex Runarrson is the player to miss out of Arsenal's 25-man Europa League squad for the knockout stages. Ryan, Odegaard and Martinelli all added.
— Charles Watts (@charles_watts) February 3, 2021
ð Rúnar Alex Rúnarsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Arsenal í 2-1 tapi gegn Wolves í gær. Wolves tók á móti Arsenal á Molineux Stadium og komst Arsenal yfir á 32. mínútu eftir glæsilegan einleik Nicolas Pepe og allt stefndi að Arsenal færi með eins marks forystu í fyrri hálfleik en þá gerðist David Luiz varnarmaður Arsenal brotlegur í eigin teig og var rekinn af velli og víti dæmt sem Rúben Neves nýtti og jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.
João Moutinho kom svo Wolves yfir með mögnuðu langskoti á 49. mínútu og staðan orðin 2-1 Wolves í hag. Bernd Leno gerði sig svo sekann um að handleika boltann fyrir utan vítateig var rekinn af velli.
Rúnar Alex Rúnarsson kom inn í stað Thomas Partey til að verja mark Arsenal og er það söguleg stund fyrir Íslendinga þar sem hann er fyrsti íslenski markmaðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni.