fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Mourinho og Dele funduðu til að reyna að leysa hnútinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham kom í veg fyrir að Dele Alli færi til PSG á láni, Daniel Levy stjórnarformaður félagsins vildi ekki missa hann. Jose Mourinho, stjóri Tottenham hefur hingað til ekki haft mikinn áhuga á því að nota Dele.

Slæmt gengi Tottenham undanfarið gæti hins vegar orðið til þess að Dele fær tækifæri fyrr en síðar. Mourinho og Dele funduðu í gær til að reyna að leysa vandamálin.

„Við áttum gott spjall í gær, við fundum flöt á þessum málum. Þetta er mikilvægt tímabil fyrir hann og liðið. Við þurfum á Dele að halda,“ sagði Mourinho við fréttamenn í dag.

Dele verður ekki með gegn Chelsea á morgun vegna meiðsla. „Við erum að bíða eftir því að hann verði heill heilsu. Ég tel að okkar spjall hafi kveikt í honum.“

Harry Kane framherji liðsins meiddist gegn Liverpool í síðustu viku en meiðslin eru ekki alvarleg. „Við erum ánægðir með endurhæfingu hans. Við vorum hræddir til að byrja en erum sáttir í dag,“ sagði Mourinho og sagði að líklega yrði Kane klár í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist
433Sport
Í gær

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni