fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Rekinn í síðustu viku en getur fengið starf í dag

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 15:00

Frank Lampard. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard gæti verið að fá starf í fótboltanum, aðeins rúmri viku eftir að hann var rekinn úr starfi hjá Chelsea. Frá þessu greina enskir miðlar.

Lampard er lang líklegastur af veðbönkum til að taka við hjá Bournemouth sem rak Jason Tindall úr starfi í dag.

Lampard var stjóri Chelsea í eitt og hálft ár, hann hafði verið í eitt ár hjá Derby áður en hann tók við starfinu hjá Chelsea.

Jonathan Woodgate sem er kominn í þjálfun hjá félaginu, John Terry og Eddie Howe sem hætti með félagið síðasta sumar koma einnig til greina.

Krafa Bournemouth er að komast beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina en liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð. Liðið er átta stigum frá öruggu sæti upp í úrvalsdeildina en er þó í umspilssæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist
433Sport
Í gær

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni