Jana Sól Valdimarsdóttir hefur skrifað undir samning við Val. Jana er fædd árið 2003 og spilar sem kantmaður.
Hún kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hún lék fyrsta meistaraflokksleik sinn árið 2018.
Hún hefur spilað 23 leiki í efstu deild og bikar skorað í þeim 4 mörk. Þá hefur hún spilað 9 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað 3 mörk.
Valur endaði í öðru sæti efstu deildar kvenna síðasta sumar en liðið er ansi líklegt til árangurs í sumar.