„Hann er ánægður, hann er að bæta leik sinn,“ sagði Mathias Pogba bróðir Paul Pogba, miðjumanns Manchester United um stöðu mála.
Rólegt hefur verið í kringum Pogba í einn og hálfan mánuð, eftir að umboðsmaður hans sagði að Pogba vildi fara burt frá United og það helst í gær.
Pogba á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum og Mathias segir að bróðir sinn hafi ekki einn einasta áhuga á að framlengja við United.
„Hann á rúmt ár eftir af samningi sínum, ég veit ekki hvort hann klári þann samning. Ég get ekki hjálpað ykkur þar.“
„Það eina sem ég get sagt er að ef United vill fá peninga, þá verða þeir að selja hann í sumar. Það er það sem ég get sagt, hann fer annars frítt.“
Forráðamenn United eru eflaust meðvitaðir um stöðu mála. „Ég hef ekki heyrt af því að hann hafi áhuga á að framlengja,“ sagði Mathias.