Íslenska kvikmyndin Hvernig á að vera klassa drusla var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi. Ásta Júlía Elíasdótitr og Ylfa Marín Haraldsdóttir fara með aðalhlutverk myndarinnar og er þetta í fyrsta sinn sem þær fara með aðalhlutverk.
Aðrir leikarar í myndinni eru Rúnar Vilberg Hjaltason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Bachman, Konni Gotta, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ólafur Elías Harðarson. Steinunn Ólína fer á kostum sem bóndi í myndinni og Þorsteinn Bachman sem heitur piparsveinn í sveitinni.
Myndin fjallar um vinkonurnar Karen og Tönju. Karen er lífsreynd sveitapía en Tanja er fálát borgarsnót sem er nýhætt með kærasta sínum þegar þær fara að vinna á stóru sveitabýki yfir sumarið. Tanja verður þreytt á því að vera aðhlátursefni annarra og eiga erfitt með að næla sér í sveitapilt sem hún laðast að, hún fær því Karen til að kenna sér að vera eins og hún, kenna henni hvernig hún á að vera klassa drusla.
Kampakátir landsmenn mættu á sýninguna, héldu tveimur metrum og voru með grímu þegar það kallaði eftir því.