fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
433Sport

Rúnar Alex í sögubækurnar í gær – Eru þetta bestu Íslendingar sögunnar?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 08:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Arsenal í 2-1 tapi gegn Wolves í gær. Wolves tók á móti Arsenal á Molineux Stadium og komst Arsenal yfir á 32. mínútu eftir glæsilegan einleik Nicolas Pepe og allt stefndi að Arsenal færi með eins marks forystu í fyrri hálfleik en þá gerðist David Luiz varnarmaður Arsenal brotlegur í eigin teig og var rekinn af velli og víti dæmt sem Rúben Neves nýtti og jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.

João Moutinho kom svo Wolves yfir með mögnuðu langskoti á 49. mínútu og staðan orðin 2-1 Wolves í hag. Bernd Leno gerði sig svo sekann um að handleika boltann fyrir utan vítateig var rekinn af velli.

Rúnar Alex Rúnarsson kom inn í stað Thomas Partey til að verja mark Arsenal og er það söguleg stund fyrir Íslendinga þar sem hann er fyrsti íslenski markmaðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Rúnar Alex varði markið vel og hélt hreinu á meðan hann stóð vörð um mark Arsenal en mikil umræða var um hvort að leikmaðurinn myndi fara á lán í janúar til þess að fá reynslu.

Með þessu á Íslands leikmenn sem hafa spilað í öllum stöðum á vellinum í enska boltanum, Árni Gautur Arason lék bikarleiki með Manchester City en aldrei deildarleik.

Sparkspekingurinn, Hjörvar Hafliðason setti saman draumalið með íslenskum leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinin og birti á Twitter.

Liðið er ansi vel mannað en Hjörvar nefndi að Þorvaldur Örlygsson, Arnar Gunnlaugsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Lárus Orri Sigurðsson hefðu einnig komið til greina.

Draumalið Hjörvars með Íslendingum í ensku úrvalsdeildinni:
3-4-1-2
Rúnar Alex Rúnarsson

Hermann Hreiðarsson
Guðni Bergsson
Ívar Ingimarsson

Grétar Rafn Steinsson
Aron Einar Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Jóhann Berg Guðmundsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Eiður Smári Guðjohnsen
Heiðar Helguson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Drátturinn í Evrópudeildinni – Orri Steinn mætir Manchester United

Drátturinn í Evrópudeildinni – Orri Steinn mætir Manchester United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikilvægur leikur hjá landsliðinu í Sviss í dag

Mikilvægur leikur hjá landsliðinu í Sviss í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rosalegur dráttur í Meistaradeildinni: Liverpool fékk mjög erfiðan drátt – Madrídar slagur á Spáni

Rosalegur dráttur í Meistaradeildinni: Liverpool fékk mjög erfiðan drátt – Madrídar slagur á Spáni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Falleg saga úr herbúðum United – Konurnar voru svekktar en Bruno og félagar borguðu brúsann

Falleg saga úr herbúðum United – Konurnar voru svekktar en Bruno og félagar borguðu brúsann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Uppljóstrar því hvað gerðist rétt áður en allt sprakk hjá United og Ronaldo

Uppljóstrar því hvað gerðist rétt áður en allt sprakk hjá United og Ronaldo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sárgrætilegt í Grikklandi – Hetjuleg barátta Víkinga en fengu mark á sig í uppbótartíma

Sárgrætilegt í Grikklandi – Hetjuleg barátta Víkinga en fengu mark á sig í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dregið í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar á morgun – Svona mun drátturinn fara fram

Dregið í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar á morgun – Svona mun drátturinn fara fram
433Sport
Í gær

Ratcliffe var á æfingasvæði United – Spurði fyrirliða kvennaliðsins spurningar sem vakti athygli

Ratcliffe var á æfingasvæði United – Spurði fyrirliða kvennaliðsins spurningar sem vakti athygli
433Sport
Í gær

Fékk nóg af því að kynnast stelpum á djamminu eftir að þetta kom upp – Sneri sér alfarið að vændiskonum

Fékk nóg af því að kynnast stelpum á djamminu eftir að þetta kom upp – Sneri sér alfarið að vændiskonum