fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Pressan

Vaknaði úr dái eftir 11 mánuði – Vissi ekki um kórónuveirufaraldurinn en hefur tvisvar smitast

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 17:00

Joseph Flavill. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega vaknaði Joseph Flavill, 19 ára, eftir að hafa verið í dái í 11 mánuði. Hann varð fyrir bíl 1. mars á síðasta ári nærri heimili sínu í Tutbury í Staffordshire á Englandi. Það var þremur vikum áður en fyrst var gripið til harðra sóttvarnaaðgerða á Englandi.

Þegar hann vaknaði biðu hans því fréttir af heimsfaraldri. Að auki hefur hann tvisvar smitast af kórónuveirunni, í fyrra skiptið á meðan hann var í dái og í síðara skiptið eftir að hann var vaknaður. Hann er nú á batavegi en ekki er enn vitað hversu mikið hann skilur af því sem honum er sagt um heimsfaraldurinn. „Við vitum ekki hversu mikið hann skilur því slysið varð áður en gripið var til fyrstu sóttvarnaaðgerðanna og hann hefur sofið næstum allan heimsfaraldurinn,“ hefur Daily Mail eftir Sally Flavill-Smith, frænku hans.

„Þetta er erfitt því við vitum að hann er kominn til meðvitundar en hvernig útskýrir maður heimsfaraldurinn fyrir einhverjum sem hefur verið í dái?,“ sagði hún einnig.

Hann hefur tekið framförum eftir að hann vaknaði og er fjölskylda hans vongóð um að hann nái góðum bata. „Í fyrstu voru augu hans opin en hann sýndi ekki viðbrögð við neinu en síðustu vikur hefur hann tekið miklum framförum. Hann reynir að eiga í samskiptum með því að blikka og brosa. Hann lyftir einnig útlimunum þegar hann er beðinn um það,“ sagði Sally.

Vegna heimsfaraldursins getur fjölskylda hans ekki heimsótt hann en á í samskiptum við hann á Facetime.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu