Greint er frá því á Vef Fréttablaðsins í kvöld að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa skotið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar fyrir skömmu heiti Hallur Gunnar Erlingsson og sé fyrrverandi lögreglumaður.
Fram kemur að Hallur var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum árið 2003.
Gæsluvarðhaldsskúrskurður yfir manninum hefur verið framlengdur til næsta föstudags.